Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 22. nóvember 2020 13:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Calvert-Lewin skoraði tvö í fjörugum leik
Mynd: Getty Images
Fulham 2 - 3 Everton
0-1 Dominic Calvert-Lewin ('1 )
1-1 Bobby Reid ('15 )
1-2 Dominic Calvert-Lewin ('29 )
1-3 Abdoulaye Doucoure ('35 )
1-3 Ivan Cavaleiro ('68 , Misnotað víti)
2-3 Ruben Loftus-Cheek ('70 )

Everton vann langþráðan sigur í dag þegar liðið vann á Craven Cottage. Dominic Calvert-Lewin skoraði tvö mörk þegar fyrstu sigurinn síðan í fjórðu umferð vannst.

Everton leiddi með tveimur mörkum, 1-3, í hálfleik. Calvert-Lewin skoraði í tvígang í fyrri hálfleiknum og er kominn með tíu mörk í níu fyrstu deildarleikjunum.

Ivan Cavaleiro gat minnkað muninn á 68. mínútu en rann á vítapunktinum og skaut í stoðfótinn á sér og boltinn fór ekki á markið, leikbrot dæmt fyrir ólöglega vítaspyrnu. Vítaklikkið var það þriðja í röð hjá Fulham.

Varamaðurinn Ruben Loftus-Cheek minnkaði muninn fyrir Fulham tveimur mínútum seinna en hann hafði áður fiskað vítið. Lengra komust heimamenn ekki og Everton tekur öll þrjú stigin. Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á af varamannabekk Everton á 76. mínútu leiksins.

Everton er með þrettán stig og Fulham fjögur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner