Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 22. nóvember 2020 14:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skotland: Hægri bakvörður markahæstur í deildinni
Mynd: Getty Images
Rangers 4 - 0 Aberdeen

Rangers vann 4-0 stórsigur á Aberdeen og hefur Rangers einungis tapað fjórum stigum í fimmtán leikjum á leiktíðinni. Liðið er í toppsæti deildarinnar.

Lærisveinar Steven Gerrard eru ellefu stigum á undan Celtic sem reyndar á tvo leiki til góða. Í dag sáu fjórir leikmenn um að skora mörkin. Það voru þeir Ryan Kent, Kemar Roofe, Scott Arfield og James Tavernier.

Tavernier er fyrirliði liðsins og hægri bakvörður þess. Hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með níu mörk. Hann hefur auk þess lagt upp sex. Þess má geta að Tavernier er vítaskytta liðsins.
Athugasemdir
banner
banner