Michael Carrick hefur valið sinn fyrsta hóp sem bráðabirgðastjóri Manchester United. Carrick er í þeirri stöðu eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í gær.
United mætir Villarreal á morgun í Meistaradeild Evrópu. Sigur tryggir United sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.
United mætir Villarreal á morgun í Meistaradeild Evrópu. Sigur tryggir United sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.
Manchester ferðaðist til Spánar í dag og ákvað Carrick að taka Luke Shaw ekki með vegna meiðsla. Þá er Mason Greenwood enn frá eftri að hafa fengið jákvæða niðurstöðu úr covid prófi. Raphael Varane og Paul Pogba glíma við meiðsli og eru því ekki með.
Edinson Cavani sást ekki með hópnum en hann gæti ferðast einn í leikinn.
Það vekur athygli að Phil Jones og Lee Grant ferðuðust með liðinu en þeir mega ekki spila þar sem þeir eru ekki hluti af Meistaradeildarhópnum.
Hópurinn:
Markverðir: David de Gea, Dean Henderson, Tom Heaton, Lee Grant*
Varnarmenn: Aaron Wan-Bissaka, Eric Bailly, Victor Lindelof, Harry Maguire, Phil Jones*, Diogo Dalot, Alex Telles
Miðjumenn: Scott McTominay, Bruno Fernandes, Fred, Juan Mata, Nemanja Matic, Donny van de Beek, Jesse Lingard, Amad, Jadon Sancho.
Sóknarmenn: Marcus Rashford, Cristiano Ronaldo, Anthony Martial.
Athugasemdir