Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. nóvember 2021 21:41
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Flautumark í Verona - Torino lagði Udinese
Adrien Tameze fagnar sigurmarki sínu
Adrien Tameze fagnar sigurmarki sínu
Mynd: EPA
Andrea Belotti og Josip Brekalo í leiknum í kvöld
Andrea Belotti og Josip Brekalo í leiknum í kvöld
Mynd: EPA
Þrettándu umferð Seríu A á Ítalíu lauk í kvöld með tveimur leikjum en Verona vann Empoli 2-1 þar sem Adrien Tameze skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og þá vann Torino lið Udinese með sömu markatölu.

Antonin Barak kom Verona yfir í byrjun síðari hálfleiks áður en Simone Romagnoli jafnaði metin á 67. mínútu.

Það var svo komin ein mínútu fram yfir venjulegan leiktíma er Adrien Tameze gerði sigurmark Verona. Mikilvægur sigur sem kemur Verona í 9. sæti með 17 stig.

Torino lagði þá Udinese, 2-1. Króatíski vængmaðurinn Josip Brekalo skoraði á 8. mínútu áður en Kasper Bremener tvöfaldaði foyrstuna á 48. mínútu. Fernando Forestieri minnkaði muninn með marki úr aukaspyrnu á 77. mínútu en lengra komst Udinese ekki.

Torino fór skelfilega af stað á tímabilinu en er nú komið upp í 11. sæti með 17 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Verona 2 - 1 Empoli
1-0 Antonin Barak ('49 )
1-1 Simone Romagnoli ('67 )
2-1 Adrien Tameze ('90 )

Torino 2 - 1 Udinese
1-0 Josip Brekalo ('8 )
2-0 Kasper Bremer ('48 )
2-1 Fernando Forestieri ('77 )
Athugasemdir
banner
banner
banner