Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. nóvember 2021 21:16
Brynjar Ingi Erluson
Kristian Nökkvi spilaði í sigri - Jóhannes á bekknum hjá Norrköping
Kristian Nökkvi Hlynsson
Kristian Nökkvi Hlynsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax í Hollandi, var í byrjunarliði unglinga- og varaliðsins í 2-1 sigri á Roda JC í B-deildinni í kvöld.

Kristian, sem er lykilmaður í U21 árs landsliði Íslands, hefur spilaði feykivel með unglinga- og varaliðinu á þessari leiktíð en honum var skipt af velli á 81. mínútu.

Liðið er í 5. sæti deildarinnar með 29 stig. Hann hefur spilað ellefu leiki og lagt upp tvö mörk til þessa.

Kristófer Ingi Kristinsson kom inná sem varamaður á 63. mínútu er SönderjyskE tapaði fyrir Aab, 3-1. Ekkert gengur hjá liðinu en það situr í 11. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með aðeins 9 stig úr sextán leikjum.

Jóhannes Kristinn Bjarnason sat þá á varamannabekknum hjá Norrköping sem gerði 1-1 jafntefli við Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni. Þessi leikur var gríðarlega mikilvægur fyrir Djurgården sem hefði með sigri getað komið sér á toppinn en aðeins tvær umferðir eru eftir af deildinni. Ari Freyr Skúlason var ekki með í dag.

Malmö er á toppnum með 55 stig á meðan Djurgården er í öðru með 54 stig. AIK er í þriðja með 53 stig og Elfsborg í fjórða með 52 stig og því von á svakalegri baráttu í síðustu tveimur umferðunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner