Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. nóvember 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikur Lyon og Marseille hófst ekki aftur
Hegðun áhorfenda er mikið vandamál í franska boltanum.
Hegðun áhorfenda er mikið vandamál í franska boltanum.
Mynd: EPA
Leik Lyon og Marseille - í frönsku úrvalsdeildinni - í gær var ekki haldið áfram eftir að hann hafði verið stöðvaður stuttu eftur að hann hófst.

Stoppa þurfti leikinn eftir aðeins fjórar mínútur vegna hegðunar stuðningsmanna. Vatnsflösku var kastað í höfuð Dimitri Payet, leikmanns Marseille, þegar hann var að gera sig tilbúinn í að taka hornspyrnu.

Dómarinn stoppaði leikinn um leið og það gerðist, og sendi liðin tvö inn í búningsklefa.

Eftir klukkutíma töf, þá mættu leikmenn Lyon út á völl en leikmenn Marseille gerðu ekki slíkt hið sama. Þeir vildu ekki fara aftur út á völl eftir það sem gerðist.

Þetta er í annað sinn á tímabilinu þar sem áhorfandi kastað aðskotahlut í Payet. Hegðun áhorfenda hefur verið mikið vandamál í franska boltanum að undanförnu.

Ekki hefur komið fram hvenær leikurinn verður spilaður að nýju.
Athugasemdir
banner
banner
banner