Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. nóvember 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þurfa að borga Solskjær vel - Gerði nýjan samning síðasta sumar
Solskjær getur allavega brosað þegar hann skoðar bankabókina.
Solskjær getur allavega brosað þegar hann skoðar bankabókina.
Mynd: Getty Images
Manchester United tók um liðna helgi ákvörðun um að reka Norðmanninn Ole Gunnar Solskjær úr starfi knattspyrnustjóra félagsins.

Frammistaða United á þessari leiktíð hefur verið döpur og lítið um karakter í spilamennsku liðsins en síðasta stráið var tapið gegn Watford á laugardag.

Á þremur árum hans við stjórnvölin tókst honum ekki að vinna titil en hann komst næst því í Evrópudeildinni á síðasta tímabili. Liðið beið hins vegar lægri hlut fyrir spænska liðinu Villarreal í úrslitum.

Man Utd þarf að borga Solskjær ákveðna upphæð fyrir brottreksturinn og það er dágóð summa í ljósi þess að hann skrifaði undir nýjan þriggja ára samning síðasta sumar.

Samkvæmt The Sun þá mun Solskjær fá 7,5 milljónir punda frá United og getur hann því farið í gott frí - kjósi hann að gera svo.
Athugasemdir
banner