Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
banner
   þri 22. nóvember 2022 20:41
Elvar Geir Magnússon
Giroud búinn að jafna markamet Henry
Giroud er kominn með 51 mark fyrir Frakkland.
Giroud er kominn með 51 mark fyrir Frakkland.
Mynd: Getty Images
Oliver Giroud hefur jafnað markamet Thierry Henry með franska landsliðinu. Hann er kominn með tvö mörk í leik Frakklands og Ástralíu þar sem staðan er 4-1.

Ástralía komst yfir í leiknum en þá fór franska vélin að malla og tók yfir leikinn.

Giroud kom Frakklandi í 2-1 á 32. mínútu og skoraði svo fjórða mark Frakka með skalla eftir fyrirgjöf Kylian Mbappe sem hefur verið magnaður í kvöld.

Giroud hefur skorað 51 mark í 115 leikjum fyrir Frakkland. Henry lagði landsliðsskóna á hilluna 2010 en hann skoraði 51 mark í 123 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner