Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 22. desember 2022 07:20
Brynjar Ingi Erluson
Þorleifur einn af fimm nýliðum sem nýttu tækifærið vel
Þorleifur Úlfarsson
Þorleifur Úlfarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorleifur Úlfarsson, leikmaður Houston Dynamo í MLS-deildinni, var valinn af félaginu í nýliðavali deildarinnar á síðasta ári en hann er einn af fimm nýliðum sem nýttu tækifæri sín vel.

Blikinn var einn af bestu leikmönnum háskólaboltans á síðasta ári en hann lék fyrir Duke-háskólann.

Hann var einn af útvöldum sem fengu svokallaðan Generation Adidas-samning og gat því farið beint í MLS-deildina þrátt fyrir að hafa spilað aðeins eitt ár í háskólanum.

Þorleifur var fjórði í nýliðavalinu í fyrstu umferð og var það Houston Dynamo sem fékk hann til félagsins.

Framherjinn kláraði sitt fyrsta tímabil með Houston í nóvember og var einn af fimm nýliðum sem skáru fram úr.

Hann lék samtals 31 leik og skoraði 4 mörk ásamt því að leggja upp eitt mark. Þorleifur lék 1189 mínútur í deildinni.

Frammistaða hans með Houston skilaði honum sæti í U21 árs landsliðið og á hann nú þrjá leiki að baki fyrir liðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner