Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. janúar 2020 22:16
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: Tranmere sló Watford úr leik
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tranmere 2 - 1 Watford
1-0 Emmanuel Monthe ('36)
1-1 Kaylen Hinds ('68)
2-1 Paul Mullin ('104)

Enska C-deildarfélagið Tranmere Rovers er komið áfram í enska bikarnum eftir óvæntan sigur gegn Watford.

Liðin mættust á heimavelli Watford en gerðu 3-3 jafntefli eftir að Watford hafði komist í þriggja marka forystu fyrir leikhlé.

Í kvöld var ekki það sama uppi á teningnum og tefldi Nigel Pearson, stjóri Watford, fram meira varaliði heldur en hann gerði á heimavelli.

Tranmere átti góðan fyrri hálfleik og var 1-0 yfir í leikhlé þökk sé góðu marki frá Emmanuel Monthe. Kaylen Hinds jafnaði fyrir ungt lið Watford í síðari hálfleik, eftir mikinn atgang í vítateig Tranmere í kjölfar hornspyrnu.

Bæði lið fengu færi til að sigra leikinn í venjulegum leiktíma en ekkert var skorað svo grípa þurfti til framlengingar.

Þar voru það heimamenn sem skoruðu rétt fyrir leikhlé, eða á 104. mínútu leiksins. Paul Mullin skoraði þá eftir fyrirgjöf frá vinstri kanti.

Watford blés til sóknar í síðari hálfleik en tókst ekki að koma knettinum í netið og er því úr leik. Tranmere á heimaleik gegn Manchester United í 32-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner