Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 23. janúar 2020 19:53
Ívan Guðjón Baldursson
Podolski kominn til Antalyaspor (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Þýska goðsögnin Lukas Podolski er genginn í raðir tyrkneska félagsins Antalyaspor sem leikur í efstu deild þar í landi.

Podolski, 34 ára, kemur á frjálsri sölu eftir þrjú ár hjá Vissel Kobe í Japan. Þar skoraði hann 17 mörk í 60 leikjum.

Podolski býr yfir reynslu úr tyrkneska boltanum eftir að hafa verið lykilmaður í liði Galatasaray frá 2015 til 2017. Hann á leiki að baki fyrir FC Bayern, Arsenal og Inter auk þess að hafa gert 49 mörk í 130 A-landsleikjum fyrir Þýskaland.

Antalyaspor er í fallbaráttunni eftir hálft tímabil í tyrknesku deildinni. Liðið er með 14 stig eftir 18 umferðir, einu stigi frá Kasimpasa sem er í öruggu sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner