Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 23. janúar 2020 22:34
Ívan Guðjón Baldursson
Spænski bikarinn: Atletico tapaði fyrir C-deildarliði
Atletico er óvænt úr leik.
Atletico er óvænt úr leik.
Mynd: Getty Images
Real Betis tapaði.
Real Betis tapaði.
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid er úr leik í spænska bikarnum eftir tap gegn C-deildarliði Leonesa í kvöld.

Atletico tefldi fram sterku byrjunarliði og var vaðandi í færum allan leikinn en inn vildi boltinn ekki. Heimamenn í Leonesa skoruðu úr báðum skotum sínum sem hæfðu rammann á 120 mínútum.

Angel Correa kom Atletico yfir í síðari hálfleik eftir laglega stoðsendingu frá Joao Felix en Julen Castaneda jafnaði með glæsilegu skoti á 83. mínútu.

Atletico réði lögum og lofum í framlengingunni en heimamenn náðu að skora úr skyndisókn á 108. mínútu. Það mark reyndist sigurmarkið þrátt fyrir tilraunir Atletico til að jafna leikinn.

Cultural Leonesa 2 - 1 Atletico Madrid
0-1 Angel Correa ('62 )
1-1 Julen Castaneda ('83 )
2-1 Sergio Benito ('108 )

Celta Vigo, Eibar og Real Betis eru einnig úr leik eftir tapleiki. Celta tapaði óvænt fyrir B-deildarliði Mirandes á meðan Eibar fékk þrjú mörk á sig gegn C-deildarliðinu CD Badajoz og Betis tapaði á móti Rayo Vallecano.

Leikir Celta og Eibar voru gríðarlega opnir og fjörugir en færanýting neðrideildaliðanna var einfaldlega betri.

Viðureign Vallecano og Betis var hnífjöfn og staðan 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Hinn 38 ára gamli Joaquin kom af bekknum í seinni hálfleik og jafnaði fyrir Betis á 84. mínútu.

Betis komst yfir í framlengingunni en Andres Martin jafnaði á 118. mínútu og höfðu heimamenn svo betur í vítaspyrnukeppni.

Leganes hafði betur gegn Ebro fyrr í kvöld.

Mirandes 2 - 1 Celta
1-0 Matheus Aias ('28 , víti)
1-1 Pione Sisto ('74 )
1-1 Alvaro Rey ('112 , Misnotað víti)
2-1 Antonio Sanchez ('114 )
Rautt spjald: Rafinha, Celta ('111)

Badajoz 3 - 1 Eibar
1-0 Kingsley Fobi ('8 )
2-0 Alex Corredera ('21 , víti)
2-1 Charles ('29 , víti)
3-1 Pablo Vazquez Perez ('72 )

Ebro 0 - 1 Leganes
0-1 Jonathan Silva ('44 )

Rayo Vallecano 2 - 2 Real Betis 4-2 í vítaspyrnukeppni
1-0 Alejandro Catena ('47 )
1-1 Joaquin ('83 )
1-2 Loren Moron ('96 )
2-2 Andres Martin ('117)
Athugasemdir
banner
banner
banner