Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 23. janúar 2021 16:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elísabet sögð til í landsliðið ef hún fær að stýra Kristianstad líka
Elísabet þjálfaði Val með frábærum árangri áður en hún tók við Kristianstad.
Elísabet þjálfaði Val með frábærum árangri áður en hún tók við Kristianstad.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson.
Þorsteinn Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leit stendur yfir að næsta landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, og Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, hafa mest verið orðuð við starfið.

„Ég er búinn að hitta KSÍ en ég var einn af mörgum held ég sem fór í viðtal. Þannig er staðan," sagði Þorsteinn við Fótbolta.net í vikunni. „Eins og staðan er í dag er ég þjálfari Breiðabliks og veit ekki til annars en ég verði það áfram."

Rætt var um stöðu mála í útvarpsþættinum Fótbolta.net í dag. Elvar Geir Magnússon sagðist þar hafa heimildir fyrir því að Elísabet væri tilbúin í að taka starfið af sér ef hún fengi að klára næsta tímabil með Kristianstad í Svíþjóð. Kristianstad er á leið í Meistaradeildina eftir að hafa náð sínum besta árangri í sögunni á síðustu leiktíð. Elísabet hefur þjálfað Kristianstad frá 2009.

„Það er eins gott að þessi ráðning verð negld. Covid er að gera góða hluti fyrir kvennalandsliðið vil ég meina. Að fá auka eitt og hálft ár til að byggja þetta lið upp fyrir EM í Rotherham er spennandi dæmi," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Það sagði mér einhver að Beta væri klár í þetta ef hún fengi eitt tímabil í viðbót með Kristianstad," sagði Elvar Geir. „Hún vill taka þetta meðfram Kristianstad út næsta tímabil með þeim."

„Er það ekki allt í lagi?" spurði Tómas Þór en lokamót EM fer ekki fram fyrr sumarið 2022 og lítið sem ekkert af keppnisleikjum framundan á þessu ári miðað við þær upplýsingar sem finnast akkúrat núna.

Elísabet var valin þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna undir lok síðasta árs. Þegar hún tók við verðlaunum var hún spurð út í það hvort hún sæi það fyrir sér að þjálfa landsliðið í framtíðinni.

„Alveg klárlega," sagði Elísabet en hún vildi annars ekki mikið segja um það. „Ég sit í stofunni heima og var að taka á móti flottum verðlaunum. Svo held ég áfram að lesa fréttir frá Íslandi."

„Þetta er Beta eða Þorsteinn Halldórsson," sagði Elvar og sagði Tómas þá: „Það er bara þannig. Báðir kostir eru mjög góðir, við gætum eiginlega ekki verið í meiri toppmálum með þessa tvo kosti."

Fyrir hvern þann sem tekur verkefnið að sér, þá er ljóst að sá aðili mun hafa spennandi lið í höndunum.
Íslenski boltinn - Fréttir vikunnar og Matti Villa í viðtali
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner