Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 23. janúar 2021 16:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FA-bikarinn: Íslendingaliðin úr leik - Úrvalsdeildarlið áfram
West Ham burstaði Doncaster.
West Ham burstaði Doncaster.
Mynd: Getty Images
Jón Daði kom ekki við sögu hjá Millwall.
Jón Daði kom ekki við sögu hjá Millwall.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þau tvö Íslendingalið sem voru að spila í FA-bikarnum í dag eru bæði úr leik.

Jón Daði Böðvarsson var ónotaður varamaður í 3-0 tapi Millwall á heimavelli gegn Bristol City og Daníel Leó Grétarsson var fjarri góðu gamni vegna meiðsla þegar Blackpool tapaði gegn úrvalsdeildarliði Brighton á útivelli.

Öll úrvalsdeildarliðin sem voru að spila fóru áfram í fimmtu umferð. Sheffield United, sem er á botni úrvalsdeildarinnar, hafði betur gegn Plymouth og West Ham burstaði Doncaster á heimavelli.

Óvæntustu úrslitin í leikjunum sem voru að klárast var það að Barnsley skyldi vinna gegn Norwich á heimavelli, 1-0.

Barnsley 1 - 0 Norwich
1-0 Callum Styles ('56 )

Brighton 2 - 1 Blackpool
1-0 Yves Bissouma ('27 )
1-1 Gary Madine ('45 )
2-1 Steven Alzate ('58 )

Millwall 0 - 3 Bristol City
0-1 Famara Diedhiou ('32 , víti)
0-2 Nahki Wells ('58 )
0-3 Antoine Semenyo ('72 )

Sheffield Utd 2 - 1 Plymouth
1-0 Chris Basham ('39 )
2-0 Billy Sharp ('47 )
2-1 Panutche Camara ('75 )

Swansea 5 - 1 Nott. Forest
1-0 Liam Cullen ('7 )
2-0 Matt Grimes ('29 )
2-1 Anthony Knockaert ('56 )
3-1 Matt Grimes ('60 , víti)
4-1 Liam Cullen ('67 )
5-1 Oliver Cooper ('85 )

West Ham 4 - 0 Doncaster Rovers
1-0 Pablo Fornals ('2 )
2-0 Andriy Yarmolenko ('32 )
2-1 Andy Butler ('54 , sjálfsmark)
3-1 Oladapo Afolayan ('78 )

Klukkan 17:30 hefst leikur Cheltenham og Manchester City. Smelltu hérna til að sjá byrjunarlið City fyrir þann leik.

Önnur úrslit í dag:
FA-bikarinn: Arsenal ver ekki titil sinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner