Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 23. janúar 2021 20:50
Victor Pálsson
Guardiola fékk vínflösku frá stjóra Cheltenham
Guardiola og Duff í kvöld.
Guardiola og Duff í kvöld.
Mynd: Getty
Manchester City er komið áfram í enska bikarnum eftir sigur á Cheltenham í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld.

Man City lenti í smá vandræðum gegn Cheltenham sem leikur í fjórðu efstu deild Englands, League Two.

Cheltenham komst yfir á 59. mínútu seinni hálfleiks og tókst að halda í þá forystu þar til Phil Foden jafnaði metin á 81. mínútu.

Þeir Gabriel Jesus og Ferran Torres bættu svo við tveimur mörkum til að tryggja Pep Guardiola og hans mönnum sæti í næstu umferð.

Michael Duff, stjóri Cheltenham, ræddi við Guardiola eftir leikinn og afhenti honum til að mynda vínflosku er þeir fóru yfir viðureignina.

Þeir töluðu saman í nokkrar mínútur og hefur Duff vonandi lært eitthvað af Guardiola sem er einn sá besti í bransanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner