mán 23. janúar 2023 11:59
Elvar Geir Magnússon
VAR komst að því að Zinchenko var réttstæður í uppbyggingu sigurmarksins
Mynd: VAR
Einhverjum sjónvarpsáhorfendum fannst Oleksandr Zinchenko vera rangstæður í aðdraganda sigurmarks Arsenal gegn Manchester United í gær.

Atvikið var skoðað í VAR herberginu í gær þó það hafi ekki verið sýnt almenningi í sjónvarpsútsendingunni.

Eddie Nketiah skoraði sigurmarkið í lokin, 3-2 urðu úrslitin í leiknum. Margir stuðningsmenn Arsenal voru hikandi við að fagna sigurmarkinu enda sást að Zinchenko var nálægt því að vera rangstæður í uppbyggingunni.

VAR skoðaði það atvik áður en farið var í að skoða hvort Nketiah hefði svo sjálfur verið fyrir innan.

Skoðun leiddi í ljós að í báðum tilfellum voru Arsenal mennirnir réttstæðir. Lisandro Martínez, sem var að reyna að halda Nketiah niðri, spilaði Zinchenko réttstæðan eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Arsenal er með fimm stiga forystu á Manchester City, liðið er með 50 stig eftir 19 leiki svo það mun enda með 100 stig ef það heldur áfram á sama skriði.
Athugasemdir
banner
banner
banner