Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 23. febrúar 2020 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Larissa kemst ekki í efri hlutann - Ísak og Bjarni spiluðu í Svíþjóð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur Kristinsson varði mark AEL Larissa er liðið heimsótti Volos í gríska boltanum í dag.

Úr varð hundleiðinlegur leikur þar sem aðeins eitt skot rataði á markrammann á 90 mínútum, samkvæmt tölfræði frá FlashScore.com.

Larissa spilaði síðustu 40 mínútur leiksins manni færri eftir að Svetozar Markovic var rekinn af velli.

Ögmundur hélt því hreinu og eru liðin jöfn á stigum í neðri hluta deildarinnar, með 27 stig eftir 25 umferðir.

Þetta þýðir að Larissa á ekki lengur möguleika að komast í efri hluta deildarinnar, en aðeins ein umferð er eftir áður en deildin skiptist í tvo hluta. Efstu sex liðin berjast um titilinn og Evrópusæti á meðan átta neðstu liðin berjast um að halda sér í deildinni.

Larissa er tíu stigum fyrir ofan neðstu liðin og fjórum stigum frá sjötta sæti.

Volos 0 - 0 AEL Larissa
Rautt spjald: S. Markovic, Larissa ('51)

Nokkrir Íslendingar komu þá við sögu í sænska bikarnum sem er í fullum gangi um þessar mundir.

Bjarni Mark Antonsson var í byrjunarliði Brage sem tapaði fyrir Elfsborg á meðan Ísak Bergmann Jóhannesson byrjaði í sigri Norrköping gegn Halmstad.

Sænski Íslendingurinn Óskar Sverrisson var ónotaður varamaður í 3-0 sigri Häcken gegn GAIS og þá var Kolbeinn Sigþórsson ekki í hópi AIK í jafntefli gegn Jonköpings.

Norrköping 1 - 0 Halmstad

Elfsborg 3 - 0 Brage

AIK 2 - 2 Jonköpings

Häcken 3 - 0 GAIS
Athugasemdir
banner
banner