Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 23. febrúar 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Bielsa gæti framlengt fyrir lok tímabils
Mynd: Getty Images
Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, er vanur því að gera bara samning um eitt ár í einu og hefur talað um að hann vilji bíða til sumars áður en hann ákveður framtíð sína.

Hann verður samningslaus í sumar en eigandi Leeds, Andrea Radrizzani, segir ljóst að vilji félagsins sé að hafa hann áfram.

Bielsa hefur gefið til kynna að mögulega muni hann þó skrifa undir nýjan samning áður en tímabilinu lýkur.

„Ef félagið þarf að fá svar fyrir lok tímabils þá mun ég bregðast við. Ég mun ekki skoða neina aðra möguleika fyrr en starfi mínu hjá Leeds er lokið," segir Bielsa.

Bielsa er 65 ára og var ráðinn stjóri Leeds í júní 2018. Hann náði að koma liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í annarri tilraun. Liðið er sem stqandur í 12. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner