Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. febrúar 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Kroos: Alaba hefur gæðin til að spila fyrir Real Madrid
Toni Kroos í leik með Real Madrid
Toni Kroos í leik með Real Madrid
Mynd: Getty Images
Toni Kroos, leikmaður Real Madrid á Spáni, segir að David Alaba hafi alla burði til að spila með spænska liðinu en Alaba mun yfirgefa Bayern München í sumar.

Austurríski landsliðsmaðurinn verður samningslaus í sumar og hefur þegar tilkynnt að hann ætli sér að yfirgefa Bayern.

Real Madrid, Liverpool, Manchester United og Manchester City eru öll með augu á honum en það þykir þó líklegast að hann hendi hjá Madrídingum.

Kroos spilaði með Alaba hjá Bayern og segir að hann hafi gæðin til að spila með Spánarmeisturunum.

„Þú þarft að hafa gæðin og hausinn þinn þarf að þola mikið af mismunandi aðstæðum. Þú þarft að vera með meira en bara hæfileika á vellinum," sagði Kroos.

„Ég hef ekki spilað með Alaba í næstum sjö ár þannig það er erfitt fyrir mig að segja hvernig og hvað hann er að hugsa en ég hef þegar lesið um hann í blöðunum þar sem er verið að tengja hann við Real Madrid. Ef þú ert byrjunarliðsmaður hjá Bayern þá ertu klárlega með gæðin til að spila fyrir Real Madrid. Það er ljóst en sjáum til hvað gerist," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner