Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. febrúar 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Mathieu: Mistök hjá Griezmann að fara til Barcelona
Antoine Griezmann
Antoine Griezmann
Mynd: Getty Images
Jeremy Mathieu, fyrrum leikmaður Barcelona á Spáni, segir að Antoine Griezmann hafi gert mistök með því að fara til Börsunga frá Atlético Madríd.

Mathieu, sem lagði skóna á hilluna á síðasta ári, lék með Barcelona frá 2014 til 2017, en hann spilaði 91 leik og skoraði 4 mörk á tíma sínum hjá spænska liðinu.

Hann talaði um landa sinn, Antoine Griezmann, í viðtali við RAC1 en hann segir það hafa verið mistök hjá honum að hafa gengið til liðs við Barcelona.

Griezmann hefur skorað 27 mörk og lagt upp 14 í 82 leikjum með Barcelona en hann var töluvert atkvæðameiri hjá Atlético.

„Griezmann er ekki á sama stigi og hann var hjá Atlético. Ég tel það hafa verið mistök hjá honum að fara til Barcelona," sagði Mathieu.

„Hann var mjög mikilvægur í liði Atlético og ég er ekki viss um að hann sé jafn mikilvægur hjá Barcelona," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner