Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. febrúar 2021 21:53
Aksentije Milisic
Meistaradeildin: Glæsimark Giroud kláraði Atletico - Öruggt hjá Bayern
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tveir leikir voru á dagskrá í Meistaradeild Evrópu í kvöld en leikið er í 16-liða úrslitum.

Á National-leikvanginum í Rúmeníu áttust við Atletico Madrid og Chelsea en þetta var skráður heimaleikur Atletico. Ekki var hægt að spila á Spáni vegna Covid-19.

Fyrri hálfleikurinn var bragðdaufur þar sem fá færi litlu dagsins ljós. Atletico byrjaði leikinn vel en Chelsea vann sig betur inn í leikinn eftir því sem leið.

Staðan var markalaus í hálfleik en á 68. mínútu kom Oliver Giroud gestunum yfir. Markið var glæsilegt og kom það eftir hjólhestaspyrnu frá Giroud. Í fyrstu var flögguð rangstæða og var atvikið lengi skoðað af VAR dómurunum. Að lokum var dæmt mark við mikla gleði þeirra bláklæddu.

Chelsea náði að hanga á þessu marki út leikinn og gaf fá færi á sér. Því fara Tomas Tuchel og lærisveinar hans með mjög góð úrslit inn í síðari leikinn sem fer fram í London.

Í Róm áttust við Lazio og Bayern Munchen. Þjóðverjarnir hafa titil að verja og hefja þeir útsláttarkeppnina mjög vel. Liðið átti ekki í neinum vandræðum með Lazio og vann öflugan 1-4 útisigur. Jamal Musiala gerði eitt marka Bayern en hann varð um leið yngsti leikmaður í sögu félagsins sem skorar í keppnisleik.

Robert Lewandowski og Leroy Sane komust einnig á blað. Þá skoraði Francesco Acerbi sjálfsmark.

Lazio 1 - 4 Bayern
0-1 Robert Lewandowski ('9 )
0-2 Jamal Musiala ('24 )
0-3 Leroy Sane ('42 )
0-4 Francesco Acerbi ('47 , own goal)
1-4 Joaquin Correa ('49 )

Atletico Madrid 0 - 1 Chelsea
0-1 Olivier Giroud ('68 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner