Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. febrúar 2023 23:29
Brynjar Ingi Erluson
Stærsti sigur Ten Hag - „Þeir eru svo hugrakkir"
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sigur Manchester United á Barcelona í kvöld er sá stærsti í stjóratíð Erik ten Hag hjá enska félaginu.

United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir að hafa unnið Börsunga, 2-1, í kvöld.

Liðið fer því samanlagt áfram, 4-3, en Ten Hag sagði eftir leik að þetta væri stærsti sigurinn síðan hann tók við.

„Já, við höfum átt nokkra góða sigra gegn Liverpool og Arsenal en ég held að það sé þessi yfir þessa tvo leiki. Barcelona er á toppnum í La Liga og að vinna þá er risasigur.“

„Miðað við að þetta var seinni leikurinn þá fannst mér þetta frekar flatt hjá báðum liðum. Það var ekki verið að taka sénsa og annað liðið verður að taka forystu. Við fengum nokkur góð tækifæri og meðal annars í gegnum Bruno í byrjun leiksins.“


Alejandro Garnacho og Antony komu inná í síðari hálfleiknum og stóðu sig vel en Antony gerði sigurmarkið með góðu skoti úr teignum þegar tuttugu mínútur voru eftir og þá skapaði Garnacho mikla hættu.

„Einn hluti af okkar leikskipulagi er það að við gátum komið með Antony og Garnacho inná og opnað vængina aðeins með hraða, hlaupum og að rekja boltann. Þeir eru báðir svo hugrakkir og óttast engan. Þeir keyra á leikmann og það gefur öllu liðinu aukin kraft.“

Ten Hag hrósaði einnig Fred, sem gerði fyrra mark United.

„Það sem hann gerir vel er að taka hlaupin bakvið vörnina á hárréttum augnablikum. Tímasetningarnar hjá honum eru mjög góðar og það gekk mjög vel upp hjá honum í kvöld,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner