Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. mars 2021 23:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Ekki pirraður út í ákvörðun Davíðs - „Á stóran þátt í því að ég er kominn út"
Icelandair
Þetta var svokölluð win-win staða
Þetta var svokölluð win-win staða
Mynd: Brentford
Ég var svekktur að fara ekki til Ungverjalands en á sama tíma glaður að vera hjá Brentford
Ég var svekktur að fara ekki til Ungverjalands en á sama tíma glaður að vera hjá Brentford
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Bjarki Arnarsson og Brynjar Björn Gunnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson og Brynjar Björn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann spilar stóran þátt í mínum ferli til þessa.
Hann spilar stóran þátt í mínum ferli til þessa.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég segi bara allt það besta,“ sagði Valgeir Valgeirsson þegar Fótbolti.net heyrði í honum í kvöld. Valgeir var spurður út í hans viðbrögð á vali Davíðs Snorra Jónssonar, þjálfara U21 liðsins.

Valgeir er, að mati fréttaritara, einn af þeim sem var hvað næst því að vera í hópnum hjá U21 árs landsliðinu sem tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins í Ungverjalandi.

Valgeir er átján ára og er þessa stundina á láni hjá Brentford frá uppeldisfélaginu HK. Hjá Brentford leikur Valgeir með varaliði félagsins en hefur einnig æft með aðalliðinu.

Hvenær vissiru að þú værir ekki að fara með í þetta verkefni?

„Í hreinskilni vissi ég það ekki fyrr en hópurinn var tilkynntur. Davíð hringdi í mig fyrir u.þ.b. tveimur vikum og spurði mig út í hvernig gengi hjá Brentford. Svo spurði félagið mig eitthvað út í landsliðshópinn á dögunum, hvort ég hefði heyrt eða vissi eitthvað. Það kom svo bara í ljós þegar hópurinn var valinn að ég var ekki hluti af honum,“ sagði Valgeir í kvöld.

Hvernig var að fá staðfestinguna á því að þú færir ekki með?

„Augljóslega er þetta svekkjandi, maður vill alltaf vera í hópnum og sérstaklega á svona stóru móti. Sérstaklega þar sem maður hefur verið í hóp í undankeppninni en ef ég á að segja alveg satt þá var ég ekkert pirraður út í ákvörðunina hjá Davíð."

„Auðvitað var ég svekktur en heilt yfir held ég sjálfur að það sé jafnvel betri kostur fyrir mig að vera hjá Brentford þessa stundina. Það er betra fyrir mig að spila 90 mínútur í leikjum heldur en að fá mögulega nokkrar mínútur með landsliðinu."

„Þetta var svokölluð win-win staða, ég var svekktur að fara ekki til Ungverjalands en á sama tíma glaður að vera hjá Brentford þar sem ég get bætt mig meira með því að spila. Það er kannski betra að vera hjá Brentford þar sem ég er hér á láni og þarf að sanna mig þar sem ég er á láni og félagið er með „option to buy“ [forkaupsrétt]."

„Að sjálfsögðu hefði verið heiður að vera valinn í landsliðið svo báðir kostirnir voru góðir."

„Davíð hefur gert svo mikið fyrir mig. Það er að miklu leyti honum og þeim Brynjari og Viktori [þjálfurum HK] að þakka að ég er kominn út í atvinnumennsku, Davíð á stóran þátt í því. Hann gerði mig að bakverði [Valgeir spilaði langoftast sem kantmaður hjá HK] og ég spila sem bakvörður núna hjá Brentford. Hann spilar stóran þátt í mínum ferli til þessa.“


Ertu spenntur að fylgjast með mótinu?

„Já, ég er virkilega spenntur fyrir því. Ég er að reyna finna lausn á því hvernig ég get horft á leikina héðan frá Englandi. Ég verð að græja það fyrir fyrsta leik."

„Ég er búinn að óska góðum vinum mínum í hópnum góðs gengis, segja þeim að vinna þetta fyrir Ísland og gera sitt besta. Þetta er risastórt tækifæri fyrir þá og verður gaman að horfa á þá.“


Að lokum aðeins um Brentford, er einhver þróun á milli þín og Brentford hvort þú verðir áfram eftir að lánssamingurinn rennur út í sumar?

„Nei, bara ekki neitt. Þeir hafa ekkert talað við HK, það mun samt gerast bráðlega held ég. Brentford hefur heldur ekkert talað við mig."

„Frá mér séð er ég búinn að standa mig gríðarlega vel, er búinn að vera á tveimur aðalliðsæfingum síðustu daga á meðan landsliðsæfingarnar eru. Ég er virkilega sáttur með það sem ég hef náð að gera,“
sagði Valgeir.
Athugasemdir
banner