Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   þri 23. mars 2021 12:00
Elvar Geir Magnússon
Neville búinn að ráða nýjan stjóra fyrir Salford
Gary Bowyer er fyrrum stjóri Blackburn.
Gary Bowyer er fyrrum stjóri Blackburn.
Mynd: Getty Images
Gary Bowyer hefur verið ráðinn stjóri Salford City út tímabilið. Hann er þriðji stjóri Salford á rúmlega fjögurra mánaða kafla og tekur við í stað Richie Wellens sem var rekinn á mánudaginn.

Bowyer er 49 ára og yfirgefur Derby en þar var hann þjálfari varaliðsins, U23 liðsins. Hann var síðast stjóri hjá Bradford en var rekinn fyrir þrettán mánuðum.

Hann var tvö ár við stjórnvölinn hjá Blackpool og kom liðinu upp í enskuC-deildina.

Gary Neville, einn af eigendum Salford, hefur ákveðið að ráða Bowyer og hans verkefni verður að reyna að koma liðinu í úrslitakeppnina í ensku D-deildinni en liðið er sem stendur átta stigum frá sæti í umspilinu.

Eftir tímabilið verður svo Bowyer dæmdur af verkum sínum og ákveðið hvort hann fái nýjan samning.

Salford er eitt af þeim félögum í ensku D-deildinni sem er með hvað dýrustu útgerðina en árangurinn hefur alls ekki verið eftir væntingum.

Sjá einnig:
Rekinn eftir fjóra mánuði í starfi - Carragher kallar Neville hræsnara
Athugasemdir
banner
banner
banner