Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. mars 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Rekinn eftir fjóra mánuði í starfi - Carragher kallar Neville hræsnara
Gary Neville rak Richie Wellens eftir fjóra mánuði í starfi
Gary Neville rak Richie Wellens eftir fjóra mánuði í starfi
Mynd: Getty Images
Enska D-deildarfélagið Salford City lét Richie Wellens taka poka sinn í gær eftir aðeins fjóra mánuði í starfi en félagið er í eigu fyrrum leikmanna Manchester United.

Gary Neville, Phil Neville, David Beckham, Nicky Butt, Ryan Giggs og Paul Scholes eiga Salford City ásamt viðskiptamanninum Peter Lim en félagið hefur náð ótrúlegum árangri frá því þeir tóku við rekstrinum.

Fyrir fjórum mánuðum síðan var Richie Wellens ráðinn stjóri liðsins en fyrir aðeins níu dögum síðan vann hann EFL-bikarinn með liðinu eftir að hafa unnið Portsmouth í úrslitaleiknum.

Liðið tapaði hins vegar fyrir Cheltenham um helgina og er nú sex stigum frá umspilssæti en það virðist hafa fyllt mælinn. Gary Neville fundaði með Wellens og lét hann taka poka sinn en Jamie Carragher, sem er sparkspekingur með Gary hjá Sky Sports, kallaði Neville hræsnara fyrir þessa ákvörðun.

Neville sagði á Twitter að þjálfarar þurfa meiri tíma til að byggja fótboltalið en hann virðist þó ekki fara eftir eigin sannfæringu.

„Það óhugnanlega við þetta er að há prósenta af fólki styður þessa brottrekstra og það er orðið vant. Hvernig er hægt að byggja fótboltalið án þess að fá tvö eða þrjú ár?"

„Það þarf að breyta reglunum til að koma í veg fyrir að stjórar missi starfið sitt á miðju tímabili á fyrsta árinu,"
sagði hann ennfremur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner