Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. mars 2022 16:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sogndal vinnur í að fá Jónatan Inga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net vill norska félagið Sogndal fá FH-inginn Jónatan Inga Jónsson í sínar raðir og er að vinna í því að ganga frá kaupum á leikmanninum.

Jónatan er 23 ára og spilar oftast sem hægri kantmaður. Hann er uppalinn FH-ingur en var hjá AZ Alkmaar á árunum 2015-2018.

Eins og fram kom hér á Fótbolti.net fyrr í vetur vildi Sogndal fá Jason Daða Svanþórsson í sínar raðir frá Breiðabliki en Jason ákvað að vera áfram hjá Breiðabliki. Þeir Jason og Jónatan spila svipaða stöðu á vellinu.

Sogndal spilar í norsku B-deildinni og hjá félaginu eru tveir Íslendingar. Hörður Ingi Gunnarsson var keyptur frá FH fyrr í vetur og þá var Valdimar Þór Ingimundarson fenginn frá Strömsgodset.

Síðustu fjögur tímabil hefur hann leikið með meistaraflokki FH, spilað 73 leiki og skorað þrettán mörk. Á sínum tíma lék hann 25 leiki fyrir yngri landsliðs Íslands og skoraði sex mörk í þeim leikjum. Samningur Jónatans við FH rennur út í lok þessa árs.
Athugasemdir
banner
banner