
Björn Darri Ásmundsson er þessa dagana á reynslu hjá norska félaginu Lilleström.
Björn er Skagamaður, fæddur árið 2006 og hefur leikið upp alla yngriflokkana hjá ÍA. Hann er miðjumaður en hann lék 3 leiki með Kára í Lengjubikarnum í vetur og skoraði eitt mark.
Markið kom í 4-1 sigri liðsins gegn ÍH.
Hann mun æfa með u19 ára liði Lilleström
Athugasemdir