Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. mars 2023 15:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool beinir sjónum sínum að Mitchell og undirbýr viðræður
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það bárust fréttir um það fyrr í dag að hinn eftirsótti Paul Mitchell yrði fljótlega án félags. Mitchell er að hætta störfum hjá Mónakó í Frakklandi en hann verið yfirmaður fótboltamála hjá félaginu undanfarin ár.

Hann mun formlega hætta þegar nýr einstaklingur verður ráðinn í hans stað.

Núna segir Independent frá því að Liverpool sé að undirbúa viðræður við Mitchell sem þykir mjög fær í sínu starfi. Hann hefur áður starfað í leikmannamálum fyrir MK Dons, Tottenham og RB Leipzig.

Það verða breytingar á bak við tjöldin hjá Liverpool í sumar. Julian Ward mun hætta sem yfirmaður fótboltamála hjá Liverpool að þessari leiktíð lokinni. Ward tók við starfinu síðasta sumar þegar Michael Edwards ákvað að stíga til hliðar. Ward hafði verið hægri hönd Edward um árabil.

Liverpool hefur mikinn áhuga á því að ráða Mitchell í stórt hlutverk í teyminu á bak við Jurgen Klopp, stjóra Liverpool.

Félagið mun þó líklega fá samkeppni um Mitchell, mögulega frá sínum helsta erkifjanda. Ef Sir Jim Ratcliffe, ríkasta manni Bretlandseyja, tekst að kaupa United þá hefur hann áhuga á því að ráða Mitchell sem yfirmann fótboltamála. Ratcliffe er eigandi Nice í franska boltanum og hefur því fylgst vel með því hvernig Mitchell hefur gengið í Mónakó.
Athugasemdir
banner
banner
banner