Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. mars 2023 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefnir ekki á að snúa aftur til Man City á næsta tímabili
Zach Steffen.
Zach Steffen.
Mynd: EPA
Markvörðurinn Zack Steffen segist ekki ætla að snúa aftur til Manchester City þegar lánsdvöl hans hjá Middlesbrough endar.

Steffen gekk í raðir City frá Columbus Crew í Bandaríkjunum árið 2019. Hann varði fyrsta tímabili sínu á láni hjá Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi og var svo varamarkvörður fyrir Ederson á síðustu leiktíð.

Hann var svo sendur á láni til Middlesbrough og þar hefur hann verið aðalmarkvörður á þessu tímabili. Hann ætlar sér að vera í stóru hlutverki á næsta tímabili og það er ekki eitthvað sem City getur boðið honum upp á.

„Ég held ég fari ekki til baka, ég vil spila. Ég átti góðan tíma hjá City en ég vil ekki fara þangað aftur," sagði Steffen við Philadelphia Inquirer.

Steffen missti sæti sitt í bandaríska landsliðinu fyrir HM í Katar en hann þarf að standa sig vel til að heilla landsliðsþjálfarann.
Athugasemdir
banner
banner
banner