Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 23. mars 2023 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Valgeirs fer ekki neitt þrátt fyrir sögur - Elías fær nýjan stjóra
Valgeir Lunddal Friðriksson.
Valgeir Lunddal Friðriksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Per Mathias Hogmo, þjálfari Häcken í Svíþjóð, hefur verið orðaður við nokkur störf upp á síðkastið.

Hogmo náði mjög eftirtektarverðum árangri með Häcken á síðustu leiktíð en liðið fór óvænt með sigur af hólmi í sænsku úrvalsdeildinni.

Bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson er á mála hjá Häcken og var byrjunarliðsmaður er liðið fór alla leið og tók titilinn. „Þegar ég kom hérna út fyrir síðasta ár þá var ég ekki byrjaður að hugsa út í það að stefnan væri að verða sænskur meistari á þessum tíma sem ég væri hérna. Þótt maður stefnir alltaf hátt þá toppar þetta allt," sagði Valgeir í samtali við Fótbolta.net á síðasta ári.

Hogmo er í guðatölu hjá Häcken en á dögunum var sagt frá því í dönskum fjölmiðlum að hann væri búinn að ná samkomulagi um að taka við Midtjylland í Danmörku.

Það er ekki rétt, Thomas Thomasberg er að taka við liðinu. Hann er að hætta með Randers til að taka við Elíasi Rafni Ólafssyni og félögum í Midtjylland.

Hogmo segist ekki vera að hugsa um að yfirgefa Häcken. „Ég get staðfest að ég sit núna á æfingasvæði Häcken og er að undirbúa æfingu dagsins. Ég er með engin um að yfirgefa félagið."

Hann var í kjölfarið spurður hvort það væri 100 prósent að hann yrði áfram. „Já, það er 100 prósent."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner