
Íslenska landsliðið átti í miklu brasi í Murcia í kvöld og tapaði illa fyrir Kósovó. Liðið virkaði illa sem heild og leikmenn voru ekki að finna sig. Kósovó vann 3-1 og einvígið samtals 5-2.
Tapið þýðir fall Íslands niður í C-deild Þjóðadeildarinnar.
Tapið þýðir fall Íslands niður í C-deild Þjóðadeildarinnar.
Hákon Rafn Valdimarsson - 5
Nokkuð snúið að gefa Hákoni einkunn. Fékk á sig þrjú mörk en lítið við hann að sakast og hann átti fínar vörslur.
Valgeir Lunddal Friðriksson - 5
Var tæpur í aðdragandanum og virðist hreinlega ekki hafa verið tilbúinn því hann fór meiddur af velli eftir rúmar 20 mínútur.
Sverrir Ingi Ingason - 4,5
Mikil orka fór í þessa tvo leiki hjá Sverri sem lék í tveimur mjög ólíkum varnarlínum. Ákveðin þreytumerki sáust á honum.
Stefán Teitur Þórðarson - 4
Var að leika sinn fyrsta leik sem miðvörður og það reyndist erfitt verkefni, sérstaklega í liði þar sem mikil tilraunastarfssemi er í gangi allt í kringum hann. Átti að gera betur í aðdraganda marka Kósovó í fyrri hálfleik.
Ísak Bergmann Jóhannesson - 4
Var líka í sérstakri stöðu, notaður sem vinstri bakvörður sem átti að koma upp á miðjuna. Virkaði áttavilltur og var tekinn af velli í hálfleik.
Arnór Ingvi Traustason - 5
Ekki mjög áberandi í leiknum. Lék fyrri hálfleik.
Willum Þór Willumsson - 4,5
Fékk mjög gott færi til að skora en nýtti það ekki. Kom ekki nægilega mikið út úr honum.
Þórir Jóhann Helgason - 6
Þetta var mjög erfitt kvöld hjá íslenska liðinu en Þórir einn af fáum sem getur gengið þokkalega sáttur frá borði persónulega.
Albert Guðmundsson - 5
Lagði upp markið en fékk ekki úr miklu að moða. Við fengum alltof lítið út úr Alberti í þessum glugga og Arnar þarf að finna út ástæðuna ásamt sínu teymi.
Jón Dagur Þorsteinsson - 5,5
Var mjög líflegur í upphafi leiksins en það dró svo af honum og hann náði ekki að koma sér mikið í leikinn.
Orri Steinn Óskarsson - 7
Heldur áfram að skora í búningi Íslands og var heilt yfir klárlega besti leikmaður liðsins í þessum glugga. Hann hefði sjálfur þó þegið aðeins meiri þjónustu.
Varamenn:
Bjarki Steinn Bjarkason 4
Logi Tómasson 5,5
Aron Einar Gunnarsson 3
Kristian Hlynsson 4,5
Andri Lucas Guðjohnsen 4,5
Athugasemdir