Isak, De Bruyne, Kane, Sancho, Dibling, Semenyo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. mars 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
James Rodríguez og Club León ekki með á HM félagsliða
Mynd: FIFA
FIFA hefur staðfest að þátttökuréttur mexíkóska félagsins Club León á HM félagsliða hefur verið dreginn til baka.

Club León var upprunalega sett í riðil með Chelsea, Flamengo og Espérance en vandamálið er að félagið er í eigu Grupo Pachuca, sem á einnig Pachuca sem tekur líka þátt á HM.

Það fer gegn reglum FIFA að sömu eigendur eigi tvö eða fleiri félagslið í sömu keppni.

Pachuca er áfram í keppninni og spilar í gríðarlega sterkum riðli ásamt Real Madrid, Al-Hilal og Salzburg.

LD Alajuelense frá Kosta Ríka tekur sæti Club León í keppninni.

Þetta er sérstaklega sárt fyrir kólumbísku stórstjörnuna James Rodríguez, 33 ára leikmann Club León, sem þráði að taka þátt í þessu móti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner