
Douglas Luiz gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina, Luis Díaz heldur í vonina um að fara til Barcelona og mörg félög vilja eftirsóttan Frakka. Allt þetta og margt fleira má finna í slúðurpakka dagsins.
Nottingham Forest ætlar að endurvekja áhuga sinn á Douglas Luiz (27), miðjumanni Juventus og brasilíska landsliðsins. Juventus hafnaði tilboði Forest í janúar. (Tuttosport)
Everton ætlar að gera Koni de Winter (22), miðvörð Genoa, að aðalskotmarki sumarsins ef Jarrad Branthwaite (22) fer í glugganum. (Teamtalk)
Luis Díaz (28), leikmaður Liverpool og kólumbíska landsliðsins vonast eftir því að Barcelona leggi fram tilboð í hann í lok tímabils. (Mundo Deportivo)
Bournemouth heldur í vonina um að gera félagaskipti hins 30 ára gamla Kepa Arrizabalaga varanleg í sumar, en hann er á láni frá Chelsea. (Telegraph)
Manchester United er að íhuga að fá Felix Nmecha (24), miðjumann Borussia Dortmund í sumar. (Florian Plettenberg)
Paris Saint-Germain og Real Madrid er að fylgjast með stöðu Ibrahima Konate (25). Frakkinn hefur ekki enn samþykkt að framlengja við félagið en hann á aðeins ár eftir af samningi sínum. (Football Insider)
Sevilla er að undirbúa tilboð í Lamare Bogarde (21), leikmann Aston Villa. (Estadio Deportivo)
Bayer Leverkusen, Parma og Wolfsburg hafa skráð sig í baráttuna með Brighton, Liverpool og Manchester City um Johan Martinez (15), leikmann Independiente del Valle í Ekvador. (Teamtalk)
Lyon er viljugt til að selja Rayan Cherki (21) í lok tímabils en Liverpool, Bayern München og Borussia Dortmund eru meðal þeirra félaga sem hafa áhuga á franska U21 árs landsliðsmanninum. (Sun)
Fjárfestingahópur sem leiddur er af Victor Anichebe, fyrrum leikmanni Everton, Sunderland, WBA og nígeríska landsliðsins, er nálægt því að ganga frá kaupum á enska utandeildarliðinu Gateshead. (Chronicle)
Athugasemdir