Srdjan Tufegdzic (Túfa), þjálfari Vals, er afar ánægður með að hafa landað miðverðinum öfluga Andi Hoti frá Leikni í glugganum.
Andi var keyptur frá Leikni fyrir helgi og gerði fimm ára samning við Hlíðarendafélagið.
Miðvörðurinn var í hóp í fyrsta sinn ser Valur varð Lengjubikarsmeistari í fimmta sinn í gær en Túfa segir hann hafa verið hungraðan í að taka næsta skref ferilsins.
„Ég horfi á alla leikmenn sem byrjunarliðsmenn og líka sem liðsmenn. Það sem skiptir máli á endanum er að allir leikmenn og þjálfarar gefi og hjálpi liðinu hvort sem það séu 90 mínútur, 30, 45 eða ein mínúta.“
„Andi Hoti fittaði í mörg box hjá okkur. Geggjaður leikmaður með frábæran karakter. Hann er hungraður að taka næsta skref á sínum ferli og bara mjög ánægður að fá hann,“ sagði Túfa við Fótbolta.net.
Valsmenn hafa verið duglegir á markaðnum og ætla sér stóra hluti en liðið komst í tvo úrslitaleiki á undirbúningstímabilinu. Liðið undirbýr sig nú undir fyrstu umferðina í Bestu deildinni en þar mætir liðið Vestra á Hlíðarenda.
Komnir:
Marius Lundemo frá Lilleström
Markus Nakkim frá Bandaríkjunum
Birkir Heimisson frá Þór
Birkir Jakob Jónsson frá Atalanta
Tómas Bent Magnússon frá ÍBV
Andi Hoti frá Leikni
Kristján Oddur Kristjánsson frá Gróttu
Farnir:
Gylfi Þór Sigurðsson til Víkings
Birkir Már Sævarsson hættur
Frederik Schram til Danmerkur
Elfar Freyr Helgason
Athugasemdir