Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 23. apríl 2021 20:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Skelfileg mistök Leno færðu Gylfa og félögum sigurinn
Skytturnar þrjár.
Skytturnar þrjár.
Mynd: EPA
Arsenal 0 - 1 Everton
0-1 Bernd Leno ('76 , sjálfsmark)

Everton vann virkilega flottan útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Það sem skildi liðin að í kvöld voru skelfileg mistök sem markvörðurinn Bernd Leno gerði.

Það var mótmælt fyrir utan völlinn en inn á vellinum komst Gylfi Þór Sigurðsson nálægt því að skora undir lok fyrri hálfleiksins. Aukaspyrna hans lenti ofan á slánni.

Gylfi var líflegur og komst í fína stöðu í byrjun seinni hálfleiks en Rob Holding bjargaði í horn. Stuttu síðar fékk Arsenal dæmda vítaspyrnu en hún var svo tekin til baka eftir VAR-skoðun. Í enn eitt skiptið var um að ræða handakrikarangstöðu í ensku úrvalsdeildinni, en hvort það hafi verið um brot að ræða er svo önnur spurning.

Arsenal var að spila vel í seinni hálfleiknum en svo gerði Leno hörmuleg mistök á 76. mínútu þegar hann gaf Everton mark.

Skelfilegt en það dugði Everton til sigurs. Ömurleg úrslit fyrir Arsenal í ömurlegri viku fyrir félagið. Everton er í áttunda sæti, sex stigum á undan Arsenal sem er í níunda sæti. Everton á leik til góða á Arsenal og er aðeins þremur stigum frá Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner