Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
   mið 23. apríl 2025 19:02
Ívan Guðjón Baldursson
Ari skoraði fyrsta markið í skemmtilegum sigri
Mynd: Elfsborg
Mynd: NK Istra 1961
Mynd: Al Gharafa
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í leikjum dagsins víða um Evrópu, þar sem Ari Sigurpálsson skoraði fyrsta mark leiksins í 4-3 sigri Elfsborg í efstu deild sænska boltans.

Ari tók forystuna fyrir Elfsborg á elleftu mínútu og var staðan 2-1 í leikhlé en Sirius snéri stöðunni við í síðari hálfleik og tók forystuna. Ara var skipt af velli á 66. mínútu og skömmu síðar tókst Elfsborg að snúa leiknum aftur sér í hag.

Lokatölur urðu 4-3 eftir mikla rússíbanareið og er Elfsborg komið með tíu stig eftir fimm fyrstu umferðirnar á nýju tímabili.

Gísli Eyjólfsson var þá í byrjunarliði Halmstad sem tapaði á heimavelli gegn Mjällby á meðan Daníel Tristan Guðjohnsen kom inn af bekknum í tapi Malmö. Arnór Sigurðsson var ekki með vegna meiðsla.

Birnir Snær Ingason var ónotaður varamaður í liði Halmstad.

Halmstad er aðeins komið með þrjú stig á upphafi tímabils á meðan Malmö er með átta stig.

Í efstu deild í Króatíu var Danijel Dejan Djuric ónotaður varamaður í frábærum sigri Istra á útivelli gegn stórveldi Hajduk Split. Istra siglir lygnan sjó eftir þennan sigur sem kemur sér illa fyrir Hajduk Split sem er í harðri titilbaráttu við Rijeka og Dinamo Zagreb.

Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum sigruðu lærisveinar Milos Milojevic góðan sigur á útivelli. Al-Wasl er í þriðja sæti efstu deildar en með afar litlar líkur á að næla sér í Meistaradeildarsæti.

Al-Gharafa tapaði þá í undanúrslitum bikarsins í Katar, en Aron Einar Gunnarsson var ekki í hóp. Al-Gharafa tapaði eftir vítaspyrnukeppni gegn Al-Duhail.

Hakim Ziyech og Luis Alberto voru í byrjunarliði Al-Duhail á meðan Rodrigo Moreno og Joselu byrjuðu í liði Al-Gharafa.

Elfsborg 4 - 3 Sirius
1-0 Ari Sigurpálsson ('11)
1-1 L. Walta ('30, víti)
2-1 T. Silverholt ('37)
2-2 R. Ure ('55)
2-3 L. Walta ('64)
3-3 R. Wikstrom ('68)
4-3 S. Hedlund ('86)

Halmstad 1 - 3 Mjallby

Hammarby 2 - 0 Malmo

Al-Bataeh 1 - 3 Al-Wasl

Al-Duhail 0 - 0 Al-Gharafa
4-3 eftir vítaspyrnukeppni

Hajduk Split 0 - 1 Istra

Athugasemdir
banner