Breiðablik 2 - 1 Stjarnan
1-0 Kristinn Steindórsson ('28)
1-1 Örvar Eggertsson ('50)
2-1 Höskuldur Gunnlaugsson ('94)
1-0 Kristinn Steindórsson ('28)
1-1 Örvar Eggertsson ('50)
2-1 Höskuldur Gunnlaugsson ('94)
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 1 Stjarnan
Breiðablik tók á móti Stjörnunni í þriðju umferð nýs tímabils í Bestu deild karla og byrjuðu gestirnir úr Garðabæ betur. Þeim tókst þó ekki að skora í fyrri hálfleik heldur fengu þeir mark í andlitið eftir hornspyrnu.
Boltinn datt fyrir Kristinn Steindórsson eftir darraðadans í vítateignum. Hann lét vaða en boltinn breytti um stefnu af leikmanni Stjörnunnar og lak innfyrir marklínuna.
Blikar reyndu að tvöfalda forystuna og voru sterkara liðið til leikhlés, þó að Stjörnumenn hafi átt sínar rispur.
Staðan var 1-0 í leikhlé en Örvar Eggertsson jafnaði fyrir Stjörnuna í upphafi síðari hálfleiks. Örvar slapp í gegn eftir góða stungusendingu frá Daníeli Finns Matthíassyni og kláraði vel framhjá Antoni Ara Einarssyni.
Óli Valur Ómarsson var nálægt því að endurheimta forystuna fyrir Blika gegn sínum fyrrum liðsfélögum en skot hans fór í stöngina. Blikar þjörmuðu að gestunum á lokakaflanum og komst Óli Valur aftur nálægt því að skora áður en Tobias Thomsen skallaði í slána.
Það var seint í uppbótartíma sem Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika gerði dramatískt sigurmark með skoti af 20 metra færi sem fór í bláhornið. Laglegt mark til að tryggja dýrmæt og verðskulduð stig.
Breiðablik og Stjarnan eru því jöfn með sex stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar á nýju tímabili, einu stigi á eftir óvæntu toppliði Vestra.
Athugasemdir