Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   mið 23. apríl 2025 22:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar.
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við erum svekktir, fyrst og fremst. Þetta var hörkuleikur og menn lögðu mikið í þetta. Mér fannst menn vinna fyrir einhverju meira," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir dramatískt 2-1 tap gegn nágrönnunum í Breiðabliki í Bestu deildinni í kvöld.

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, gerði sigurmarkið með langskoti í blálokin.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Þeir voru búnir að eiga þungan sóknarkafla aðeins á undan. Á móti vorum við líka að fá stöður. Við erum mjög svekkjandi. Það er enginn sáttur með þetta mark eða nokkuð í kringum það. Þetta féll þarna megin í þetta skiptið. Við höldum bara áfram."

Sérðu eitthvað sem þið getið gert betur í þessu sigurmarki?

„Já, blokka skotið eða verið nær manni. Alls konar. Það er ekki bara þetta. Það eru svona 300 augnablik sem maður getur tekið og rýnt í. Það var líka margt sem við gerðum vel. Eins og allir leikir. Við skoðum þetta mark og annað í leiknum eftir tvo daga."

Bekkurinn hjá Stjörnunni fékk gult spjald eftir sigurmarkið.

„Ég nenni ekki að tala um dómgæslu. Það sem gerðist á undan í kringum Emil dæmir sig bara sjálft."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner