„Við erum svekktir, fyrst og fremst. Þetta var hörkuleikur og menn lögðu mikið í þetta. Mér fannst menn vinna fyrir einhverju meira," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir dramatískt 2-1 tap gegn nágrönnunum í Breiðabliki í Bestu deildinni í kvöld.
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, gerði sigurmarkið með langskoti í blálokin.
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, gerði sigurmarkið með langskoti í blálokin.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 1 Stjarnan
„Þeir voru búnir að eiga þungan sóknarkafla aðeins á undan. Á móti vorum við líka að fá stöður. Við erum mjög svekkjandi. Það er enginn sáttur með þetta mark eða nokkuð í kringum það. Þetta féll þarna megin í þetta skiptið. Við höldum bara áfram."
Sérðu eitthvað sem þið getið gert betur í þessu sigurmarki?
„Já, blokka skotið eða verið nær manni. Alls konar. Það er ekki bara þetta. Það eru svona 300 augnablik sem maður getur tekið og rýnt í. Það var líka margt sem við gerðum vel. Eins og allir leikir. Við skoðum þetta mark og annað í leiknum eftir tvo daga."
Bekkurinn hjá Stjörnunni fékk gult spjald eftir sigurmarkið.
„Ég nenni ekki að tala um dómgæslu. Það sem gerðist á undan í kringum Emil dæmir sig bara sjálft."
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir