Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   mið 23. apríl 2025 22:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar.
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við erum svekktir, fyrst og fremst. Þetta var hörkuleikur og menn lögðu mikið í þetta. Mér fannst menn vinna fyrir einhverju meira," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir dramatískt 2-1 tap gegn nágrönnunum í Breiðabliki í Bestu deildinni í kvöld.

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, gerði sigurmarkið með langskoti í blálokin.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Þeir voru búnir að eiga þungan sóknarkafla aðeins á undan. Á móti vorum við líka að fá stöður. Við erum mjög svekkjandi. Það er enginn sáttur með þetta mark eða nokkuð í kringum það. Þetta féll þarna megin í þetta skiptið. Við höldum bara áfram."

Sérðu eitthvað sem þið getið gert betur í þessu sigurmarki?

„Já, blokka skotið eða verið nær manni. Alls konar. Það er ekki bara þetta. Það eru svona 300 augnablik sem maður getur tekið og rýnt í. Það var líka margt sem við gerðum vel. Eins og allir leikir. Við skoðum þetta mark og annað í leiknum eftir tvo daga."

Bekkurinn hjá Stjörnunni fékk gult spjald eftir sigurmarkið.

„Ég nenni ekki að tala um dómgæslu. Það sem gerðist á undan í kringum Emil dæmir sig bara sjálft."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner