Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   sun 23. maí 2021 07:30
Victor Pálsson
Doig: Mamma og pabbi passa upp á mig
Mynd: Getty Images
Josh Doig, ungur leikmaður Hibernian, hefur tjáð sig um þær sögusagnir um að hann sé á leið í stórlið í sumarglugganum.

Lið á borð við AC Milan, Chelsea, Arsenal og Manchester City eru orðuð við leikmanninn sem er aðeins 18 ára gamall og þykir mikið efni.

Doig er fæddur árið 2002 en hann spilaði 34 leiki fyrir Hibernian í öllum keppnum á tímabilinu í Skotlandi sem er ansi mikið fyrir svo ungan leikmann.

Leikmaðurinn er sjálfur lítið að pæla í þessum sögusögnum og einbeitir sér að því að spila betur fyrir skoska liðið.

„Ég hef lesið það sem er í gangi á Twitter, það fer ekki framhjá þér. Ég læt þetta eiga sig. Ég einbeiti mér ekkert að þessu," sagði Doic.

„Ég veit að fólk mun alltaf tjá sig ef þú ert ungur leikmaður og ert að gera ágætlega í liðinu en þú mátt ekki pæla of mikið í þessu."

„Vinirnir senda þér skilaboð um að þetta og hitt séu að gerast en mamma og pabbi segja ekki neitt og passa upp á mig."

„Ég pæli ekki of mikið í þessu. Þetta gefur mér mikið sjálfstraust að sjá að stærri lið séu áhugasöm. Ég nota það til að öðlast meira sjálfstraust og í minn eigin leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner