Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 23. maí 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vonast til að halda Ivan út tímabilið - „Sá strax að hann er gæðaspilari"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Miðjumaðurinn Frans Elvarsson var til viðtals eftir sigur Keflavíkur á FH í gær. Frans var að snúa til baka eftir meiðsli og lék með Ivan Kaliuzhnyi á miðsvæðinu.

Ivan kom til Keflavíkur í upphafi móts en þurfti aðeins að bíða eftir leikheimild eftir komuna til Íslands. Ivan kom á láni frá FK Oleksandriya í Úkraínu og er lánssamningurinn fram í júlí.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 FH

„Já, [hann hjálpar til við að binda liðið saman]. Maður sá það bara strax þegar hann kom hingað fyrst að þetta væri gæðaspilari á ferð. Eins og þegar hann er að halda bolta innan liðs á æfingu þá sá maður að hann er alveg hörkuleikmaður sem við erum að fá. Vonandi verður hann lengur en í júlí," sagði Frans.

Ivan er 24 ára gamall og hefur komið við sögu í fjórum leikjum með Keflavík í þeim hefur liðið náð í sjö stig.
Frans: Held að ég hafi bara aldrei unnið FH í efstu deild
Athugasemdir
banner
banner