HK 1 - 0 Fylkir
1-0 Isabella Eva Aradóttir ('69 )
Lestu um leikinn
Þrír leikir voru upphaflega á dagskrá á Íslandsmótinu í kvöld en aðeins einn leikur fór fram vegna veðurs. Það var blíða inn í Kórnum þar sem HK fékk Fylki í heimsókn í Lengjudeild kvenna.
Liðin voru jöfn að stigum með sjö stig eftir fyrstu þrjá leikina þegar komið var inn í þennan leik.
Heimakonur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en inn vildi boltinn ekki og markalaust því þegar flautað var til hálfleiks. HK vildi fá vítaspyrnu snemma í siðari hálfleik en ekkert dæmt.
Á 69. mínútu tókst HK að brjóta múrinn en það var Isabella Eva Aradóttir sem skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Emily Sands.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir