Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. maí 2023 23:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spjaldið á Vinicius Junior dregið til baka
Mynd: EPA

Vinicius Junior fékk að líta rauða spjaldið fyrir að slá til leikmanns Valencia í leik liðanna á sunnudaginn en spjaldið hefur verið dregið til baka og hann mun geta tekið þátt í næsta leik Real Madrid.


Þá verður hluti af stúkunni á Mestalla vellinum heimavelli Valencia lokuð í næstu fimm leikjum liðsins. Það kemur til þar sem stuðningsmenn liðsins gerðust sekir um rasisma í garð Vinicius fyrr í leiknum.

Hann reyndi að koma skilaboðum til dómarans um að stuðningsmennirnir væru að beita hann ofbeldi en dómarinn gerði ekkert í því.

Dómararnir í VAR herberginu voru reknir úr starfi eftir að í ljós kom að þeir sýndu dómaranum ekki myndir af því þegar leikmaður Valencia tók Vinicius hálstaki áður en Vinicius sló til hans.

Real Madrid mætir Rayo Vallecano á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner