Völsungur vann annan leik sinn í röð þegar liðið lagði KF af velli á Húsavík í kvöld.
Liðið tapaði fyrstu tveimur leikjunum en hefur nú tekist að vinna tvo leiki í röð. Það voru Jakob Gunnar og nafni hans Jakob Héðinn sem innsigldu sigurinn.
Húsvíkingarnir voru með tveggja marka forystu í hálfleik en Jakob Gunnar skoraði seinna markið. Hann bætti þriðja markinu við undir lok leiksins og örstuttu síðar innisigldi Jakob Héðinn sigurinn áður en gestunum tókst að klóra í bakkann.
Guðni Siguþórsson tryggði síðan Þrótti Vogum sigur á KFG. Þetta var fyrsti sigur Þróttar í sumar.
Völsungur 4 - 1 KF
1-0 Gestur Aron Sörensson ('22 )
2-0 Jakob Gunnar Sigurðsson ('28 )
3-0 Jakob Gunnar Sigurðsson ('82 )
4-0 Jakob Héðinn Róbertsson ('83 )
4-1 Jonas Benedikt Schmalbach ('89 )
Þróttur V. 1 - 0 KFG
1-0 Guðni Sigþórsson ('66 )

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |