Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
banner
   fös 23. maí 2025 23:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvík heimsótti HK í Kórnum þegar fjórða umferð Lengjudeildarinnar hófst í kvöld. 

Njarðvíkignar voru virkilega flottir í kvöld og höfðu að lokum frábæran útisigur.


Lestu um leikinn: HK 1 -  3 Njarðvík

„Hrikalega ánægður og stoltur með strákana" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld.

„Mér fannst þeir gefa allt í þetta á móti mjög góðu liði HK og vera hérna inni á þeirra velli inni í hlýjunni. Það er helvíti gott að koma hingað og ná í þrjú stig" 

Kórinn er erfiður útivöllur að sækja og því gríðarlega sterkt fyrir Njarðvíkinga að sækja þrjú stig.

„Það er nátturlega gríðarlega sterkt. Þeir eru með helvíti gott lið og nýkomnir úr Bestu deildinni og með leikmenn sem að eru frábærir"

„Þetta er nátturlega líka leikur með 'small margins' en við endum ofan á henni í dag og mér fannst liðsheildin hjá okkur, við vorum að gera þetta allir sem einn inni á vellinum og það var enginn sem að var að bakka eitthvað úr þessu það voru bara allir klárir í þessa orustu."

„Við erum svo bara með þessi gæði í liðinu að við getum refsað liðum þegar þau eru komin aðeins ofar á völlinn og extra sætt að sjá Amin skora þetta síðasta mark hérna, stórglæsilegt mark sem örugglega ekki margir myndu geta gert í þessari deild" 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 11 7 4 0 20 - 6 +14 25
2.    Njarðvík 11 6 5 0 29 - 11 +18 23
3.    HK 11 6 3 2 22 - 12 +10 21
4.    Keflavík 11 5 3 3 23 - 15 +8 18
5.    Þróttur R. 11 5 3 3 20 - 18 +2 18
6.    Þór 11 5 2 4 26 - 19 +7 17
7.    Völsungur 11 4 1 6 17 - 26 -9 13
8.    Grindavík 11 3 2 6 25 - 34 -9 11
9.    Fylkir 11 2 4 5 15 - 17 -2 10
10.    Fjölnir 11 2 3 6 12 - 24 -12 9
11.    Leiknir R. 11 2 3 6 12 - 25 -13 9
12.    Selfoss 11 2 1 8 10 - 24 -14 7
Athugasemdir
banner