Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 23:24
Brynjar Ingi Erluson
Tróð sokk upp í Keane - „Roy, þetta var fyrir þig!“
Mynd: EPA
James Maddison, leikmaður Tottenham, fagnaði Evrópudeildartitlinum með liðinu í kvöld þó hann hafi ekki verið leikfær fyrir leikinn og fékk loks tækifæri til að skjóta til baka á Roy Keane sem var í settinu hjá CBS.

Keane gagnrýndi Maddison í febrúar um það bil viku fyrir leik Tottenham gegn Manchester United.

Myndir náðust af Maddison fyrr á tímabilinu þar sem hann var í áhorfendaskaranum á pílumóti. Sagði Keane að hann þyrfti að fara taka sig saman í andlitinu og að ef einhver myndi halda það að Maddison kæmi aftur inn í liðið og myndi tryggja því meðal sex efstu í deildinni þá væri sá og hinn sami klikkaður.

Keane hafði vissulega rétt fyrir sér. Tottenham náði ekki að vera meðal sex efstu, en það skipti engu máli því liðið tryggði sér Meistaradeildarsæti með sigrinum í kvöld.

Eins og áður kom fram ferðaðist Maddison með liðinu til Bilbao og tók þátt í fögnuðinum, en eftir leikinn samþykkti hann að fara í viðtal hjá CBS af einni ástæðu og það var til að senda Keane skilaboð.

„Ég ætlaði ekki að fara í nein viðtöl, en síðan heyrði ég að Roy væri í settinu þannig mig langaði bara að segja: Roy, þetta var fyrir þig sonur!“ skaut Maddison á Keane.


Athugasemdir
banner