Heung-Min Son vann sinn fyrsta bikar í atvinnumennsku er Tottenham varð Evrópudeildarmeistari eftir 1-0 sigur á Manchester United í Bilbao í kvöld.
Son hefur margoft komist nálægt því að vinna titil en alltaf hefur vantað örlítið upp á.
Það er líklega ekki hægt að finna leikmann sem á meira skilið að vinna titil en Son. Hann hefur barist með Tottenham í tíu ár, lagt allt í sölurnar og því eðlilegt að tilfinningarnar hafi borið hann ofurliði.
Suður-Kóreumaðurinn hágrét í fögnuðinum áður en hann lyfti bikarnum á loft örfáum mínútum síðar.
Sjáðu Son lyfta bikarnum á loft
???? Tears of joy for Son Heung-min after securing a trophy with Spurs ????#UELfinal #TOTMUN #Spurs pic.twitter.com/oqHQnvqLOl
— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) May 21, 2025
Athugasemdir