Argentínumaðurinn Cristian Romero var valinn maður leiksins er Tottenham vann Evrópudeildina í Bilbao í kvöld. Sky Sports sér um einkunnagjöf kvöldsins.
Romero og í raun öll vörn Tottenham spilaði frábærlega í leiknum en það reyndi verulega á hana í seinni hálfleiknum er liðið fór í það að vernda forystuna.
Miðvörðurinn fær 9 í einkunn frá Sky og félagi hans í vörninni, Micky van de Ven, 8. Aðrir leikmenn voru með 7 eða minna.
Tottenham Hotspur: Vicario (7); Porro (7), Romero (9), Van de Ven (8), Udogie (7); Bissouma (7), Bentancur (7), Sarr (7); Johnson (7), Solanke (7), Richarlison (7)
Varamenn: Son (5), Danso (6).
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var með slökustu mönnum liðsins. Hann náði sér aldrei á strik og voru Tottenham-menn fljótir að loka á hann þegar hann reyndi að koma sér í skotstöðu.
Hann fær 4 eins og þeir Luke Shaw og Mason Mount.
Manchester United: Onana (5); Yoro (6), Maguire (6), Shaw (4); Mazraoui (6), Casemiro (5), Fernandes (4), Dorgu (6); Amad (6), Mount (4); Hojlund (5)
Varamenn: Zirkzee (5), Garnacho (6).
Athugasemdir