Ástralski stjórinn Ange Postecoglou vinnur alltaf titil á öðru tímabili sínu. Þetta sagði hann í september á síðasta ári og er það engin lygi, en hann sannaði það enn og aftur með fyrsta titli sínum með Tottenham í kvöld.
Postecoglou hefur fengið sinn skerf af gagnrýni á þessum tveimur tímabilum með Tottenham.
Liðið var eins og Manchester United að spila upp á Meistaradeildarsæti og auðvitað titil. Allt undir og stóð hann um leið við orðin.
Hann hafði unnið titil á öðru ári sínu hjá öllum félögunum sem hann hefur stýrt á ferlinum og bættist Tottenham við þann lista í kvöld.
„Ég ætla að leiðrétta sjálfan mig. Ég vinn ekki vanalega hluti, heldur vinn ég alltaf titil á öðru ári mínútu. Það hefur ekkert breyst með það. Ég hef núna sagt þetta og ég segi ekki hluti nema ég hafi trú á þeim,“ sagði Postecoglou í september.
Postecoglou færði stuðningsmönnum gleðina á ný. Tottenham hafði ekki unnið titil síðan 2008, þó það hafi vissulega komist í fjóra úrslitaleiki síðan, þá kom ekki bikarinn fyrr en í kvöld.
Ange Postecoglou kept his word ???? pic.twitter.com/nNVWtWllSr
— Football on TNT Sports (@footballontnt) May 21, 2025
Athugasemdir