Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 23:49
Brynjar Ingi Erluson
Bentancur, Romero og Son fengu ekki medalíu
Medalíulaus Son lyftir bikarnum
Medalíulaus Son lyftir bikarnum
Mynd: EPA
Cristian Romero, Rodrigo Bentancur og fyrirliðinn Heung-Min Son fengu ekki medalíu frá UEFA, fótboltasambandi Evrópu, eftir að liðið varð Evrópudeildarmeistari í Bilbao í kvöld.

Leikmennirnir þrír voru aftast í röðinni þegar medalíurnar voru afhentar og kom í ljós að þær voru búnar þegar röðin var komin að þeim.

Margir leikmenn sem áttu lítinn sem engan þátt í titlinum fengu medalíur eins og Antonin Kinsky, sem var ekki einu sinni skráður í Evrópudeildarhópinn, ásamt öllum hinum markvörðunum og fleiri leikmönnum.

Það er eiginlega hálf ótrúlegt að einhverjir af þeim sem spiluðu ekki leik hafi ekki rifið medalínu af sér og látið þær í hendur Bentancur, Son og Romero sem eru reyndustu og bestu menn liðsins.

UEFA mun væntanlega leiðrétta þessi mistök á næstu vikum.

UEFA ran out of medals for Son, Romero and Bentacur
byu/justwannabeehappy insoccer

Athugasemdir