Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 22:01
Brynjar Ingi Erluson
Maguire hafnaði handabandi frá Romero og urðaði síðan yfir hann
Harry Maguire í baráttunni í kvöld
Harry Maguire í baráttunni í kvöld
Mynd: EPA
Enska varnarmanninum Harry Maguire var ekkert sérstaklega skemmt eftir 1-0 tapið gegn Tottenham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bilbao í kvöld.

Maguire og liðsfélagar hans munu ekki spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og misstu af Evróputitil.

Tilfinningarnar voru miklar á vellinum eftir leik og ætlaði Cristian Romero, varnarmaður Tottenham, að taka í höndina á Maguire sem hafnaði handabandinu.

United-maðurinn gekk síðan á eftir Romero og urðaði yfir hann, en óvíst er af hverju Maguire reiddist Argentínumanninum.

Hægt er að sjá myndband af þessu hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner